Erlent

Abbas vill að Trump dragi ákvarðanir til baka

Andri Eysteinsson skrifar
Abbas gagnrýndi Trump og stefnu hans gagnvart Palestínu.
Abbas gagnrýndi Trump og stefnu hans gagnvart Palestínu. Vísir/EPA
Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas kallaði eftir því að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelríkis á fundi Sameinuðu Þjóðanna í dag.

Abbas hvatti einnig Bandaríkjaforseta til þess að draga til baka ákvörðun hans um að draga úr stuðningi við Palestínu. Reuters greindi frá atburðum fundar SÞ í New York í dag.

Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael var tilkynnt 6. desember síðastliðinn og samhliða fyrirskipaði hann flutning bandaríska sendiráðsins frá borginni Tel Aviv til Jerúsalem.

Abbas sagði að Bandaríkin hefðu alltaf verið í hlutverki sáttasemjara milli Palestínu og Ísraels en nú væri staðan breytt. Eftir ákvarðanir ríkisstjórnarinnar geti Bandaríkin ekki verið í því hlutverki. Yfirlýsingar og gjörðir stjórnarinnar hefðu unnið gegn möguleikanum á tveggja ríkja lausninni svokölluðu.

Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Lieberman gagnrýndi ræðu Abbas og sagði hann ræðuna ýta ríkjunum í átt að frekari deilum í stað þess að ganga til viðræðna við Ísrael og Bandaríkin sem biðu með útrétta hönd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×