Erlent

Hyland greinir frá kynferðisofbeldi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sarah Hyland fer með hlutverk Haley Dunphy í Modern Family.
Sarah Hyland fer með hlutverk Haley Dunphy í Modern Family. Vísir/getty
Leikkonan Sarah Hyland, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttum Modern Family, er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður.

Með opinberunum sínum vilja þær lýsa stuðningi við Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hæstaréttardómaraefnið Brett Kavanaugh um kynferðisbrot. Ford kom fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í gær þar sem hún lýsti og svarað spurningum um upplifun sína.

Leikkonan Hyland segir á Twitter-síðu sinni  að á henni hafi verið brotið þegar hún var í menntaskóla. „Ég vonaði að þetta væri allt saman draumur en rifnu gallabuxurnar mínar morguninn eftir sannfærðu mig um að svo væri ekki,“ skrifaði hún.

„Ég hélt að enginn myndi trúa mér, ég vildi ekki að fólk myndi kalla mig dramatíska.“

Hér að neðan má sjá myndband sem Hyland deilir á Twitter. Í myndbandinu ávarpar fjöldi kvenna dómaraefnið og biður hann um að stöðva tilnefningarferlið.

Meðal annarra frægra kvenna sem stigið hafa fram í tengslum við vitnisburð Ford er Busy Phillips, sem lék meðal annars í Dawson's Creek og ER. Hún greindi frá því á Instagram að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 14 ára gömul. Færslu hennar má nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh

Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×