Enski boltinn

Guardiola: Sterling er sérstakur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á góðri stundu.
Félagarnir á góðri stundu. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Raheem Sterling, framherji liðsins, sé betri í dag en á síðustu leiktíð en segir hann dálítið sérstakan strák.

„Ég held að hann sé betri. Mér líður núna eins og að hann sé þroskaðari núna en á síðustu leiktíð og mér líkar vel við það,” sagði Guardiola ánægður með Sterling.

„Raheem er sérstakur strákur og þegar hann spilar bakvið framherjann er hann svo, svo hættulegur. Á undirbúningstímabilinu gegn Bayern Munchen spilaði hann bakvið framherjann og gerði það vel.”

„Hann er með mikla, mikla hæfileileka og vonandi fær hann mínútur því hann á skilið að spila,” en Sterling á innan við tvö ár eftir af samningi sínum hjá City. Hann hefur ekki skrifað undir eins og margir aðrir leikmenn.

„Ég er ekki flæktur inn í það. Félagið spyr mig hvort að mér líki við leikmanninn eða ekki og ég gef mitt svar. Eftir það er það ákvörðun félagsins en leikmennirnir eru svo fagmannlegir að þeir eru ekki mikið inn í viðræðunum.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×