Að sögn CNN-fréttastöðvarinnar er Spix-arnpáfinn einn af átta fuglategundum sem staðfest er að séu útdauðar eða taldar vera það í skýrslunni. Helmingur þeirra er í Brasilíu.
Þau nýmæli er að finna í skýrslunni að útrýming fuglategunda á sér nú stað hraðar á meginlöndum jarðar en á eyjum þar sem hún hefur verið mest undanfarnar aldir. Meginástæðan er búsvæðatap og eyðing vegna ósjálfbærs landbúnaðar og skógarhöggs manna.
Enn eru 60-80 Spix-arnpáfar eftir í haldi manna. Síðasti villti fuglinn af tegundinni sást í náttúrunni árið 2000.
The Blue Spix's Macaw parrot that inspired the animated movie, "Rio," is now officially extinct in the wild. https://t.co/aicoyvk5mzpic.twitter.com/EJMLcQWJFg
— CBS Evening News (@CBSEveningNews) September 7, 2018