Spánverjar skoruðu sex á silfurliðið frá því á HM

Spánverjar fagna í kvöld.
Spánverjar fagna í kvöld. vísir/getty
Spánverjar gerðu sér lítið fyrir og burstuðu silfurliðið frá því á HM í sumar, Króatíu, 6-0 í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.Spánverjar voru í raun með flugeldasýningu í kvöld. Eftir 35 mínútur var staðan orðin 3-0 með mörkum Saul Niguez, Marco Asensio og sjálfsmarki Lovre Kalinic.Varnarleikurinn brunarúst hjá liðinu sem var í úrslitaleiknum gegn Frakklandi fyrr á þessu ári en handbragð Luis Enrique greinilega komið á spænska liðið.Þeir bættu svo við þremur mörkum í síðari hállfeik. Rodrigo, Sergio Ramos og Isco gerðu eitt mark hver og lokatölur 6-0 rótburst Spánverja. Það er því ekki bara Ísland sem tapar 6-0 í Þjóðadeildinni.Spánverjar eru því með sex stig í riðli 4 í A-deildinni en þeir unnu 2-1 sigur á Englendingum í fyrsta leiknum. England og Króatía mætast svo í október er Þjóðadeildin fer aftur í gang.Bosnía og Hersegóvína vann 1-0 sigur á Austurríki í B-riðlinum og Finnland og Ungverjaland unnu sigra í C-deildinni. Lúxemborg vann San Marínó 3-0 í D-deildinni og Moldóva og Hvíta-Rússland gerðu jafntefli.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.