Innlent

Vara við svikapóstum í nafni Netflix

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fyrsta skref svikapóstanna lítur iðulega svona út.
Fyrsta skref svikapóstanna lítur iðulega svona út. Mynd/valitor

Valitor varar við svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Netflix til almennings, nú síðast í dag, að því er fram kemur í frétt á vef Valitors.

Efni póstanna er fölsk tilkynning um að „Netflix“, þ.e. svikafyrirtækið, sé í vandræðum með innheimtuupplýsingar viðkomandi og að hún eða hann þurfi að uppfæra kortaupplýsingar sínar. Póstarnir eru sendir á fólk hvort sem það er með áskrift að Netflix eða ekki.

Þá virðast sambærilegir tölvupóstar hafa verið sendir út í nafni Símans. Fólki er eindregið ráðið frá því að opna póstana. Þá er það beðið um að smella ekki á meðfylgjandi hlekki og gefa ekki upp kortaupplýsingar sínar. Hafi fólk brugðist við slíkum pósti er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor.

Fólki er ráðið frá því að opna póstana. Mynd/Valitor


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.