Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 09:39 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til aukafundar í dag. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið boðaður á fundinn en á honum verður rætt mál sem varðar uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, segir í samtali við Vísi að fundurinn verði síðdegis í dag. „Við tökum þetta mál gríðarlega alvarlega eins og sést á viðbrögðum stjórnar ON,“ segir Brynhildur. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.mynd/gusk ehf.Bjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til aukafundar í dag. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið boðaður á fundinn en á honum verður rætt mál sem varðar uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, segir í samtali við Vísi að fundurinn verði síðdegis í dag. „Við tökum þetta mál gríðarlega alvarlega eins og sést á viðbrögðum stjórnar ON,“ segir Brynhildur. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.mynd/gusk ehf.Bjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40