Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 09:39 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til aukafundar í dag. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið boðaður á fundinn en á honum verður rætt mál sem varðar uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, segir í samtali við Vísi að fundurinn verði síðdegis í dag. „Við tökum þetta mál gríðarlega alvarlega eins og sést á viðbrögðum stjórnar ON,“ segir Brynhildur. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.mynd/gusk ehf.Bjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til aukafundar í dag. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið boðaður á fundinn en á honum verður rætt mál sem varðar uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, segir í samtali við Vísi að fundurinn verði síðdegis í dag. „Við tökum þetta mál gríðarlega alvarlega eins og sést á viðbrögðum stjórnar ON,“ segir Brynhildur. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.mynd/gusk ehf.Bjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40