Vill halda rakarastofuráðstefnu um traust á stjórnmálum Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2018 07:00 Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það kviknuðu margar spurningar við lestur skýrslunnar og við fengum að ræða þetta og viðra okkar sjónarmið. Þetta er einstaklega þarft og áhugavert viðfangsefni,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fékk í gær kynningu á skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. „Forsætisráðherra hefur sagt að skýrslan verði rædd í þingsal. Ég væri til í að taka þetta skrefinu lengra. Við vorum með rakarastofuráðstefnu í kjölfar Metoo og ég held að þingmenn og starfsmenn þingflokka hefðu gott af því að fara í svipaðan vinnudag og ræða siðferðileg álitamál.“ Helga Vala segist telja að slíkt samtal myndi skila meiru en tveggja tíma umræða sem fram færi í ræðustól Alþingis. „Það er mikilvægt að byggja upp traust en það kemur ekki úr einhverjum skýrslum heldur af gjörðum okkar.“ Meðal tillagna er að Siðfræðistofnun verði falið hlutverk við ráðgjöf og eftirfylgni með skýrslunni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, er nokkuð efins um það. Traust og virðing í stjórnmálum hafi með allt annað en regluverkið að gera. „Umræða um hvernig við eigum að hafa hlutina og hvað sé eðlilegt er alltaf góð út af fyrir sig. Menn sem hafa umboð frá öðrum þurfa að meta sjálfir hvenær það er farið yfir einhver mörk en ekki einhverjir sérfræðingar í háskólunum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
„Það kviknuðu margar spurningar við lestur skýrslunnar og við fengum að ræða þetta og viðra okkar sjónarmið. Þetta er einstaklega þarft og áhugavert viðfangsefni,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fékk í gær kynningu á skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. „Forsætisráðherra hefur sagt að skýrslan verði rædd í þingsal. Ég væri til í að taka þetta skrefinu lengra. Við vorum með rakarastofuráðstefnu í kjölfar Metoo og ég held að þingmenn og starfsmenn þingflokka hefðu gott af því að fara í svipaðan vinnudag og ræða siðferðileg álitamál.“ Helga Vala segist telja að slíkt samtal myndi skila meiru en tveggja tíma umræða sem fram færi í ræðustól Alþingis. „Það er mikilvægt að byggja upp traust en það kemur ekki úr einhverjum skýrslum heldur af gjörðum okkar.“ Meðal tillagna er að Siðfræðistofnun verði falið hlutverk við ráðgjöf og eftirfylgni með skýrslunni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, er nokkuð efins um það. Traust og virðing í stjórnmálum hafi með allt annað en regluverkið að gera. „Umræða um hvernig við eigum að hafa hlutina og hvað sé eðlilegt er alltaf góð út af fyrir sig. Menn sem hafa umboð frá öðrum þurfa að meta sjálfir hvenær það er farið yfir einhver mörk en ekki einhverjir sérfræðingar í háskólunum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30
Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55