Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 19:55 Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42