Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 19:55 Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42