Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 19:30 Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira