Erlent

Þrír létust í sprengjuárás í Mogadishu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Skóli eyðilagðist og þak á nærliggjandi mosku féll í árásinni.
Skóli eyðilagðist og þak á nærliggjandi mosku féll í árásinni. Vísir/EPA

Þrír létust og 14 særðust þar af sex börn í sjálfsmorðssprengjuárás í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, í morgun. Bíl með sprengju var ekið á opinbera stofnun í borginni með þeim afleiðingum að skóli í nágrenninu féll saman og þak nálægrar mosku eyðilagðist. Nærliggjandi hús skemmdust einnig í árásinni. BBC greinir frá.

Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst yfir ábyrgð sinni á verknaðinum en samtökin hafa lengi barist við sómalísk stjórnvöld um yfirráð í landinu. Mikill óstöðugleiki og ofbeldi hefur viðgengist í landinu allt frá árinu 1991 þegar uppreisn var gerð gegn herstjórninni sem þá ríkti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.