Erlent

Ísraelar íhuga árásir á Írana í Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael.
Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael. Vísir/EPA
Hernaðaryfirvöld Ísrael hafa ýjað að því að gerðar verði árásir á skotmörk í Írak sem tengjast Íran. Reglulegar árásir eru gerðar á skotmörk í Sýrlandi þar sem umsvif Írana eru mikil en varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Lieberman, sagði á ráðstefnu í morgun að þeir myndu ekki hika við að gera árásir í Írak eins og þeir hafi gert í Sýrlandi.

„Ég er að segja að við munum berjast gegn öllum ógnunum frá Írönum, og það skiptir ekki máli hvar,“ sagði Lieberman.



Fregnir hafa borist af því að Íranir hafi komið skammdrægum eldflaugum fyrir hjá bandamönnum sínum meða sjíta í Írak og hernaðarráðgjafar væru sömuleiðis að þjálfa menn í Írak. Hægt væri að skjóta eldflaugunum að bæði Ísrael og Sádi-Arabíu og það sem meira er sagði í frétt Reuters að Íranir væru að aðstoða bandamenn sína við að koma upp eldflaugaframleiðslu. Yfirvöld Íran sögðu fréttina þó ranga.



Ísraelar hafa gert fjölda árása í Sýrlandi, sem sagðar eru beinast gegn Íran og bandamönnum þeirra í hryðjuverkasamtökunum Hezbollah.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×