Innlent

Atli Rafn snýr aftur í leikhúsið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Atla Rafn Sigurðarsyni mætti aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið þann 20. ágúst þegar ársleyfi hans lauk.
Atla Rafn Sigurðarsyni mætti aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið þann 20. ágúst þegar ársleyfi hans lauk. Vísir/Ernir

Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson er mættur aftur til starfa í Þjóðleikhúsið eftir ársleyfi. Atli Rafn var í ársleyfi frá leikhúsinu til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu þaðan sem honum var vikið frá störfum í desember.

Atli færði sig tímabundið yfir í Borgarleikhúsið til þess meðal annars að taka þátt í uppsetningu Medeu sem frumsýna átti um síðustu jól. Var honum sagt upp vegna ásakana í tengslum við #metoo byltinguna en sjálfur segist hann aldrei hafa fengið skýr svör hvers eðlis ásakanirnar hefðu verið. Ásakanirnar hefðu verið nafnlausar.

Frumsýningu á Medeu, jólasýningu Borgarleikhússins, var frestað vegna uppsagnar Atla Rafns. Þá átti Atli Rafn sömuleiðis að fara með hlutverk Riff-Raff í Rocky Horror en af því varð ekki.

Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri. vísir/stefán

Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Borgarleikhússins, sagði uppsögnina hafa verið vel ígrundaða. Leikhúsið hefði brugðist við beinum tilkynningum meðal annars frá starfsfólki. Hún vildi ekki upplýsa frekar að hverju ásakanirnar sneru.

„Eins og eðlilegt er þegar maður fær leyfi þá snýr hann til baka að því loknu, nema einhverjar málefnalegar ástæður séu fyrir öðru. Þær eru ekki í málinu,“ sagði Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri við Morgunblaðið á dögunum. Hann ítrekaði að Atli Rafn hefði ekki brotið af sér í starfi hjá leikhúsinu og engar kvartanir borist vegna starfa hans.

Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann útskrifaðist frá LHÍ árið 1997 og hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda til viðbótar við fjalir leikhúsanna.


Tengdar fréttir

Fékk fjórtán daga til að læra hlutverk Atla Rafns

Hjörtur tók við hlutverki Jasonar í Medeu sem Atli Rafn Sigurðarson átti að fara með. Til stóð að frumsýna verkið um jólin en fresta þurfti sýningunni eftir að Atla Rafni var skyndilega vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu um miðjan desember vegna ásakana í tengslum við "Me Too“ byltinguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.