Yfirlýsing frá Valsmönnum: „Áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 17:43 Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fær gula spjaldið í leik Vals og Stjörnunnar fyrr í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum í dag. Í yfirlýsingunni lýsa Valsmenn yfir áhyggjum af dómgreindarleysi KSÍ. Forsaga málsins eru ummæli Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik KA og Vals í Pepsi deild karla í gær. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli.Vísir hafði í morgun samband við Kristinn Jakobsson, formann dómaranefndar KSÍ. Kristinn sagði ásakanir Ólafs alvarlegar og að framkvæmdarstjóri KSÍ myndi líklega skoða ummælin. Í yfirlýsingunni sem knattspyrnudeild Vals setti á Twitter í dag er sagt að Einar Ingi sé „yfirlýstur Stjörnumaður“ sem hafi leikið marga leiki í meistaraflokki Stjörnunnar og KFG, venslafélagi Stjörnunnar. „Það er í raun áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi og sett Einar Inga á umræddan leik og þar með sett Einar Inga, Val og Stjörnuna í óþægilega stöðu, burt séð frá frammistöðu dómarans í leiknum. Það geta vart talist fagleg vinnubrögð og hefur rýrt trúverðuleika knattspyrnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stjarnan og Valur eru í harðri baráttu á toppi Pepsi deildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir eru Valsmenn með eins stigs forystu á Stjörnuna. Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals: #valurfotbolti#valur#pepsideildin#pepsimörkin#fotboltinetrt#fotboltinet#433_ispic.twitter.com/ACojaSXoun — ValurFotbolti (@Valurfotbolti) September 3, 2018 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00 Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum í dag. Í yfirlýsingunni lýsa Valsmenn yfir áhyggjum af dómgreindarleysi KSÍ. Forsaga málsins eru ummæli Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik KA og Vals í Pepsi deild karla í gær. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli.Vísir hafði í morgun samband við Kristinn Jakobsson, formann dómaranefndar KSÍ. Kristinn sagði ásakanir Ólafs alvarlegar og að framkvæmdarstjóri KSÍ myndi líklega skoða ummælin. Í yfirlýsingunni sem knattspyrnudeild Vals setti á Twitter í dag er sagt að Einar Ingi sé „yfirlýstur Stjörnumaður“ sem hafi leikið marga leiki í meistaraflokki Stjörnunnar og KFG, venslafélagi Stjörnunnar. „Það er í raun áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi og sett Einar Inga á umræddan leik og þar með sett Einar Inga, Val og Stjörnuna í óþægilega stöðu, burt séð frá frammistöðu dómarans í leiknum. Það geta vart talist fagleg vinnubrögð og hefur rýrt trúverðuleika knattspyrnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stjarnan og Valur eru í harðri baráttu á toppi Pepsi deildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir eru Valsmenn með eins stigs forystu á Stjörnuna. Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals: #valurfotbolti#valur#pepsideildin#pepsimörkin#fotboltinetrt#fotboltinet#433_ispic.twitter.com/ACojaSXoun — ValurFotbolti (@Valurfotbolti) September 3, 2018
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00 Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær. 3. september 2018 11:00
Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. 3. september 2018 10:00