Yngsti stjórinn í enska boltanum rekinn eftir aðeins sex leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 09:00 Michael Collins. Vísir/Getty Michael Collins fékk ekki langan tíma með Bradford City liðið því hann hefur nú þurft að taka pokann sinn. Michael Collins náði aðeins að stýra liði Bradford City í sex deildarleikjum áður en hann var rekinn. Collins er aðeins 32 ára gamall og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildarkeppninni. Hann hafði í júní fengið stöðuhækkun hjá Bradford City eftir að þjálfað átján ára lið félagsins.NEWS | The club has tonight parted company with head coach Michael Collins. STATEMENT here: https://t.co/eYq4cO4oTF#BCAFCpic.twitter.com/n4exkPJAJm — Bradford City (@officialbantams) September 3, 2018Bradford City er í sautjánda sæti ensku C-deildarinnar eftir sex leiki en fjórir af þessum leikjum hafa tapast. Liðið vann 1-0 sigur í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum af fimm leikjum auk þess að þetta út úr deildabikarnum eftir tap á móti Macclesfield í vítakeppni. „Ákvörðun okkar byggist á ófullnægjandi byrjun á tímabilinu og ekki nógu góðri frammistöðu inn á vellinum,“ sagði stjórnarformaðurinn Edin Rahic í yfirlýsingu frá klúbbnum. Knattspyrnustjórastóllinn hjá Bradford City er reyndar einn sá heitasti í boltanum því eftirmaður Michael Collins verður fjórði knattspyrnustjóri félagsins á þessu ári. „Okkur þykir virkilega vænt um þetta félag og trúum því að við séum að taka þessa ákvörðun á réttum tíma þegar allt er ennþá í boði. Við horfum nú jákvæðir fram á veginn og erum spenntir fyrir að kynna okkar nýja stjóra,“ bætti Edin Rahic við. Bradford City skoraði aðeins fjögur mörk í leikjunum sex undir stjórn Michael Collins og aldrei meira en eitt mark í leik. Báðir sigurleikir liðsins voru 1-0 sigrar, sá fyrri á Shrewsbury Town en sá seinni á Burton Albion. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Michael Collins fyrir lokaleik hans sem knattspyrnustjóra Bradford City.INTERVIEW | Hear the views of @officialbantams head coach Michael Collins ahead of Saturday's trip to @ftfc. WATCH here: https://t.co/GB0UkwQ1Xg#BCAFCpic.twitter.com/mLNrgLuVaj — Bradford City (@officialbantams) August 31, 2018 Nýr knattspyrnustjóri Bradford City var síðan kynntur í morgun en það er David Hopkin. David Hopkin er 48 ára gamall eða sextán árum eldri en Michael Collins. Hann var síðast stjóri hjá skoska félaginu Livingston F.C. en á að baki langan feril í enska boltanum þar sem hann spilaði meðal annars með Chelsea, Crystal Palace og Leeds United. Hopkin spilaði 11 leiki með Bradford City tímabilið 2000-01.BREAKING NEWS | We are delighted to announce the appointment of David Hopkin as the club’s new head coach! READ full details here: https://t.co/hQ0aS8jRbb#BCAFCpic.twitter.com/19WBa7rK4J — Bradford City (@officialbantams) September 4, 2018 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Michael Collins fékk ekki langan tíma með Bradford City liðið því hann hefur nú þurft að taka pokann sinn. Michael Collins náði aðeins að stýra liði Bradford City í sex deildarleikjum áður en hann var rekinn. Collins er aðeins 32 ára gamall og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildarkeppninni. Hann hafði í júní fengið stöðuhækkun hjá Bradford City eftir að þjálfað átján ára lið félagsins.NEWS | The club has tonight parted company with head coach Michael Collins. STATEMENT here: https://t.co/eYq4cO4oTF#BCAFCpic.twitter.com/n4exkPJAJm — Bradford City (@officialbantams) September 3, 2018Bradford City er í sautjánda sæti ensku C-deildarinnar eftir sex leiki en fjórir af þessum leikjum hafa tapast. Liðið vann 1-0 sigur í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum af fimm leikjum auk þess að þetta út úr deildabikarnum eftir tap á móti Macclesfield í vítakeppni. „Ákvörðun okkar byggist á ófullnægjandi byrjun á tímabilinu og ekki nógu góðri frammistöðu inn á vellinum,“ sagði stjórnarformaðurinn Edin Rahic í yfirlýsingu frá klúbbnum. Knattspyrnustjórastóllinn hjá Bradford City er reyndar einn sá heitasti í boltanum því eftirmaður Michael Collins verður fjórði knattspyrnustjóri félagsins á þessu ári. „Okkur þykir virkilega vænt um þetta félag og trúum því að við séum að taka þessa ákvörðun á réttum tíma þegar allt er ennþá í boði. Við horfum nú jákvæðir fram á veginn og erum spenntir fyrir að kynna okkar nýja stjóra,“ bætti Edin Rahic við. Bradford City skoraði aðeins fjögur mörk í leikjunum sex undir stjórn Michael Collins og aldrei meira en eitt mark í leik. Báðir sigurleikir liðsins voru 1-0 sigrar, sá fyrri á Shrewsbury Town en sá seinni á Burton Albion. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Michael Collins fyrir lokaleik hans sem knattspyrnustjóra Bradford City.INTERVIEW | Hear the views of @officialbantams head coach Michael Collins ahead of Saturday's trip to @ftfc. WATCH here: https://t.co/GB0UkwQ1Xg#BCAFCpic.twitter.com/mLNrgLuVaj — Bradford City (@officialbantams) August 31, 2018 Nýr knattspyrnustjóri Bradford City var síðan kynntur í morgun en það er David Hopkin. David Hopkin er 48 ára gamall eða sextán árum eldri en Michael Collins. Hann var síðast stjóri hjá skoska félaginu Livingston F.C. en á að baki langan feril í enska boltanum þar sem hann spilaði meðal annars með Chelsea, Crystal Palace og Leeds United. Hopkin spilaði 11 leiki með Bradford City tímabilið 2000-01.BREAKING NEWS | We are delighted to announce the appointment of David Hopkin as the club’s new head coach! READ full details here: https://t.co/hQ0aS8jRbb#BCAFCpic.twitter.com/19WBa7rK4J — Bradford City (@officialbantams) September 4, 2018
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira