Yngsti stjórinn í enska boltanum rekinn eftir aðeins sex leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 09:00 Michael Collins. Vísir/Getty Michael Collins fékk ekki langan tíma með Bradford City liðið því hann hefur nú þurft að taka pokann sinn. Michael Collins náði aðeins að stýra liði Bradford City í sex deildarleikjum áður en hann var rekinn. Collins er aðeins 32 ára gamall og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildarkeppninni. Hann hafði í júní fengið stöðuhækkun hjá Bradford City eftir að þjálfað átján ára lið félagsins.NEWS | The club has tonight parted company with head coach Michael Collins. STATEMENT here: https://t.co/eYq4cO4oTF#BCAFCpic.twitter.com/n4exkPJAJm — Bradford City (@officialbantams) September 3, 2018Bradford City er í sautjánda sæti ensku C-deildarinnar eftir sex leiki en fjórir af þessum leikjum hafa tapast. Liðið vann 1-0 sigur í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum af fimm leikjum auk þess að þetta út úr deildabikarnum eftir tap á móti Macclesfield í vítakeppni. „Ákvörðun okkar byggist á ófullnægjandi byrjun á tímabilinu og ekki nógu góðri frammistöðu inn á vellinum,“ sagði stjórnarformaðurinn Edin Rahic í yfirlýsingu frá klúbbnum. Knattspyrnustjórastóllinn hjá Bradford City er reyndar einn sá heitasti í boltanum því eftirmaður Michael Collins verður fjórði knattspyrnustjóri félagsins á þessu ári. „Okkur þykir virkilega vænt um þetta félag og trúum því að við séum að taka þessa ákvörðun á réttum tíma þegar allt er ennþá í boði. Við horfum nú jákvæðir fram á veginn og erum spenntir fyrir að kynna okkar nýja stjóra,“ bætti Edin Rahic við. Bradford City skoraði aðeins fjögur mörk í leikjunum sex undir stjórn Michael Collins og aldrei meira en eitt mark í leik. Báðir sigurleikir liðsins voru 1-0 sigrar, sá fyrri á Shrewsbury Town en sá seinni á Burton Albion. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Michael Collins fyrir lokaleik hans sem knattspyrnustjóra Bradford City.INTERVIEW | Hear the views of @officialbantams head coach Michael Collins ahead of Saturday's trip to @ftfc. WATCH here: https://t.co/GB0UkwQ1Xg#BCAFCpic.twitter.com/mLNrgLuVaj — Bradford City (@officialbantams) August 31, 2018 Nýr knattspyrnustjóri Bradford City var síðan kynntur í morgun en það er David Hopkin. David Hopkin er 48 ára gamall eða sextán árum eldri en Michael Collins. Hann var síðast stjóri hjá skoska félaginu Livingston F.C. en á að baki langan feril í enska boltanum þar sem hann spilaði meðal annars með Chelsea, Crystal Palace og Leeds United. Hopkin spilaði 11 leiki með Bradford City tímabilið 2000-01.BREAKING NEWS | We are delighted to announce the appointment of David Hopkin as the club’s new head coach! READ full details here: https://t.co/hQ0aS8jRbb#BCAFCpic.twitter.com/19WBa7rK4J — Bradford City (@officialbantams) September 4, 2018 Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Michael Collins fékk ekki langan tíma með Bradford City liðið því hann hefur nú þurft að taka pokann sinn. Michael Collins náði aðeins að stýra liði Bradford City í sex deildarleikjum áður en hann var rekinn. Collins er aðeins 32 ára gamall og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildarkeppninni. Hann hafði í júní fengið stöðuhækkun hjá Bradford City eftir að þjálfað átján ára lið félagsins.NEWS | The club has tonight parted company with head coach Michael Collins. STATEMENT here: https://t.co/eYq4cO4oTF#BCAFCpic.twitter.com/n4exkPJAJm — Bradford City (@officialbantams) September 3, 2018Bradford City er í sautjánda sæti ensku C-deildarinnar eftir sex leiki en fjórir af þessum leikjum hafa tapast. Liðið vann 1-0 sigur í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum af fimm leikjum auk þess að þetta út úr deildabikarnum eftir tap á móti Macclesfield í vítakeppni. „Ákvörðun okkar byggist á ófullnægjandi byrjun á tímabilinu og ekki nógu góðri frammistöðu inn á vellinum,“ sagði stjórnarformaðurinn Edin Rahic í yfirlýsingu frá klúbbnum. Knattspyrnustjórastóllinn hjá Bradford City er reyndar einn sá heitasti í boltanum því eftirmaður Michael Collins verður fjórði knattspyrnustjóri félagsins á þessu ári. „Okkur þykir virkilega vænt um þetta félag og trúum því að við séum að taka þessa ákvörðun á réttum tíma þegar allt er ennþá í boði. Við horfum nú jákvæðir fram á veginn og erum spenntir fyrir að kynna okkar nýja stjóra,“ bætti Edin Rahic við. Bradford City skoraði aðeins fjögur mörk í leikjunum sex undir stjórn Michael Collins og aldrei meira en eitt mark í leik. Báðir sigurleikir liðsins voru 1-0 sigrar, sá fyrri á Shrewsbury Town en sá seinni á Burton Albion. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Michael Collins fyrir lokaleik hans sem knattspyrnustjóra Bradford City.INTERVIEW | Hear the views of @officialbantams head coach Michael Collins ahead of Saturday's trip to @ftfc. WATCH here: https://t.co/GB0UkwQ1Xg#BCAFCpic.twitter.com/mLNrgLuVaj — Bradford City (@officialbantams) August 31, 2018 Nýr knattspyrnustjóri Bradford City var síðan kynntur í morgun en það er David Hopkin. David Hopkin er 48 ára gamall eða sextán árum eldri en Michael Collins. Hann var síðast stjóri hjá skoska félaginu Livingston F.C. en á að baki langan feril í enska boltanum þar sem hann spilaði meðal annars með Chelsea, Crystal Palace og Leeds United. Hopkin spilaði 11 leiki með Bradford City tímabilið 2000-01.BREAKING NEWS | We are delighted to announce the appointment of David Hopkin as the club’s new head coach! READ full details here: https://t.co/hQ0aS8jRbb#BCAFCpic.twitter.com/19WBa7rK4J — Bradford City (@officialbantams) September 4, 2018
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira