Árni Vilhjálmsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, er búinn að semja við nýtt félag og það er heldur betur áhugavert félag.
Liðið heitir Bruk Bet Termalica Nieciecza og er í pólsku B-deildinni. Liðið var í efstu deild í fyrra en féll.
Liðið kemur frá aðeins 750 manna bæ og skrifaði sig í sögubækurnar er það komst í úrvalsdeildina. Aldrei áður hafði félag í Evrópu frá svo litlum bæ komist í úrvalsdeild.
Það áhugaverða er að félagið spilar á velli sem rúmar um 4.600 manns í sæti og því pláss fyrir alla bæjarbúa sem og nærsveitunga.
Árni hefur reynt fyrir sér í atvinnumennsku hjá Lilleström og Jönköping. Verður áhugavert að sjá hvernig gengur hjá honum í sveitinni í Póllandi en hann gerði þriggja ára samning við félagið.
Árni samdi við lið frá 750 manna bæ í Póllandi
