Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. fréttablaðið/auðunn Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15