Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:15 Myndin er frá sjúkrahúsinu Vogi þaðan sem sjúklingar hafa meðal annars komið í eftirmeðferð á göngudeildina á Akureyri. vísir/heiða Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur. Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur.
Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira