Wilfried Zaha gefur kvennaliði Crystal Palace pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 11:00 Wilfried Zaha. Vísir/Getty Stærsta stjarna karlaliðs Crystal Palace ætlar að gera sitt í að hjálpa kvennaliði félagsins að ná markmiðum sínum á fótboltavellinum. Wilfried Zaha er lykilmaður í úrvalsdeildarliði Crystal Palace og hann er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins enda með Palace hjartað á réttum stað. Crystal Palace Ladies berjast aftur á móti í bökkum og þurfa að verða sér úti um fleiri styrktaraðila.Wilfried Zaha will make "a substantial financial contribution" to help Crystal Palace Ladies. More: https://t.co/huuO08Y4e0pic.twitter.com/3MDb0c2RiG — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Stelpurnar segjast vera mjög þakklátar Wilfried Zaha fyrir rausnarlegt framlag hans en upphæðin er sögð vera mjög rausnarleg. Hinn 25 ára gamli Wilfried Zaha gerði á dögunum nýjan samning við Crystal Palace og er hann sagður fá 130 þúsund pund í vikulaun eða 18,4 milljónir íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á þessu. Crystal Palace Ladies spilar í ensku b-deildinni en þær sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Allir vita vel hvað Crystal Palace er Wilf mikils virði og hann vill gefa ungum leikmönnum hjá Palace Ladies sömu tækifæri og hann fékk þegar hann var að koma upp hjá félaginu,“ sagði í yfirlýsingunni. „Við erum mjög þakklátar fyrir stuðning Wilf en líka fyrir stuðningin sem við fáum frá bæði Crystal Palace Football Club og Utilita Energy. Það er þessi stuðningur sem sér til þess að við getum spilað í FA Women's Championship,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikmenn í kvennaliðinu hafa verið hvattar til þess að safna styrkjum sjálfar, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það er hins vegar engin skylda til að fá að spila með liðinu. Það er ekki vitað hvort einhver þeirra náði að sannfæra Wilfried Zaha um að koma með þetta framlag eða hvort hann ákvað sjálfur að gera þetta að fyrra bragði. Hvort sem er þá fær hann stóran plús í kladdann. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Stærsta stjarna karlaliðs Crystal Palace ætlar að gera sitt í að hjálpa kvennaliði félagsins að ná markmiðum sínum á fótboltavellinum. Wilfried Zaha er lykilmaður í úrvalsdeildarliði Crystal Palace og hann er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins enda með Palace hjartað á réttum stað. Crystal Palace Ladies berjast aftur á móti í bökkum og þurfa að verða sér úti um fleiri styrktaraðila.Wilfried Zaha will make "a substantial financial contribution" to help Crystal Palace Ladies. More: https://t.co/huuO08Y4e0pic.twitter.com/3MDb0c2RiG — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Stelpurnar segjast vera mjög þakklátar Wilfried Zaha fyrir rausnarlegt framlag hans en upphæðin er sögð vera mjög rausnarleg. Hinn 25 ára gamli Wilfried Zaha gerði á dögunum nýjan samning við Crystal Palace og er hann sagður fá 130 þúsund pund í vikulaun eða 18,4 milljónir íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á þessu. Crystal Palace Ladies spilar í ensku b-deildinni en þær sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Allir vita vel hvað Crystal Palace er Wilf mikils virði og hann vill gefa ungum leikmönnum hjá Palace Ladies sömu tækifæri og hann fékk þegar hann var að koma upp hjá félaginu,“ sagði í yfirlýsingunni. „Við erum mjög þakklátar fyrir stuðning Wilf en líka fyrir stuðningin sem við fáum frá bæði Crystal Palace Football Club og Utilita Energy. Það er þessi stuðningur sem sér til þess að við getum spilað í FA Women's Championship,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikmenn í kvennaliðinu hafa verið hvattar til þess að safna styrkjum sjálfar, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það er hins vegar engin skylda til að fá að spila með liðinu. Það er ekki vitað hvort einhver þeirra náði að sannfæra Wilfried Zaha um að koma með þetta framlag eða hvort hann ákvað sjálfur að gera þetta að fyrra bragði. Hvort sem er þá fær hann stóran plús í kladdann.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira