Missti auga eftir að golfkúla skaust í andlit hans Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 20:14 Frá Keilisvellinum, ekki fjarri þeim stað þar sem slysið átti sér stað. Kylfingurinn á myndinni, sem ekki tengist fréttinni, er einmitt að slá kúlu sína úr hrauninu. visir/jakob bjarnar Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins. Golf Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins.
Golf Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent