Fótbolti

Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið

Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar
Gylfi bætir úr þessu í kvöld.
Gylfi bætir úr þessu í kvöld. vísri/arnar halldórsson
Fyrsti leikur strákanna okkar í Þjóðadeildinni fer fram á morgun á Kybonpark í St. Gallen þar sem að Ísland mætir Sviss klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Nýrri keppni fylgir allt nýtt. Nýtt útlit, ný merki og auðvitað nýtt lag. Engu var til sparað við gerð nýja lagsins sem er dramatískt og flott.

Hollendingarnir Giorgio Tuinfort og Franck van der Heijden sömdu lagið og tóku það upp með hollenskum kór og sinfóníuhljómsveit hollenska ríkisútvarpsins. Textinn er á Latínu en lagið var frumflutt þegar dregið var í riðla fyrir Þjóðadeildina. Fannst mönnum þetta lukkast vel.

Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og var blaðamaður Vísis forvitinn um hvað þeim félögunum finnst um lagið.

Það var fátt um svör því þeir höfðu, ótrúlegt en satt, ekki heyrt lagið. Fjölmiðlafulltrúinn Ómar Smárason var auðvitað með allt á hreinu og sagði lagið geðveikt.

Það kom svo í ljós eftir fundinn að fleiri í íslenska hópnum voru ekki búnir að heyra lagið en öryggisstjórinn Víðir Reynisson var ekki lengi að rífa upp símann og setja lagið á fóninn.

Þessa tónsmíð má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir

Emil spilar ekki á morgun

Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×