Fótbolti

Emil spilar ekki á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Emil getur því miður ekki spilað á morgun.
Emil getur því miður ekki spilað á morgun. vísir/getty
Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun.

Emil hefur verið að glíma við meiðsli og mun ekki ná sér í tíma. Fleiri leikmenn liðsins hafa verið tæpir en ættu að ná leiknum.

„Þetta hefur verið skrítin vika því það hafa verið hálfmeiddir menn hérn. Það er bara Emil sem er ekki klár í slaginn á morgun en aðrir eru klárir. Við sjáum þetta betur á eftir. Þetta er tilfinningin sem að ég hef nú," segir Hamrén um meiðslin.

Það vantar því talsvert í íslenska liðið á morgun en þegar voru fjarverandi Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason. Ansi stór skörð að fylla.

Leikur Sviss og Íslands á morgun verður í beinni á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss

Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×