Erlent

George Zimmerman hótar Beyoncé og Jay-Z

Sylvía Hall skrifar
George Zimmerman skaut hinn 17 ára gamla Trayvon Martin til bana árið 2012 og olli morðið mikilli reiði í Bandaríkjunum.
George Zimmerman skaut hinn 17 ára gamla Trayvon Martin til bana árið 2012 og olli morðið mikilli reiði í Bandaríkjunum. Vísir/Getty

George Zimmerman, sem skaut hinn 17 ára gamla Trayvon Martin til bana árið 2012, er sakaður um að hafa hótað stjörnuparinu Beyoncé og Jay-Z en sá síðarnefndi er einn framleiðanda nýrra þátta sem munu fjalla um morðið á drengnum og bera heitið „Rest in Power: The Trayvon Martin Story“.

Hótanirnar bárust eftir að einkaspæjarinn Dennis Warren setti sig í samband við Zimmerman í tengslum við þættina, en spæjarinn vildi fá hann í viðtal við gerð þáttanna. Í kjölfarið bárust Warren hundruðir símtala og skilaboða þar sem Zimmerman hótaði öllu illu, en hann var sýknaður af morðinu á Martin.

Í nokkrum skilaboðanna hótar hann einnig Beyoncé og Jay-Z, kallar söngkonuna „tík“ og „fátæka hóru“ og segist muna drepa þau ef þau verði einhvern tímann á vegi hans. Skilaboðin munu verða sýnd í lokaþætti þáttanna, en þeir eru sex talsins.

Zimmerman hefur verið ákærður fyrir að sitja um Warren og áreita hann, en fleiri sem unnu að þáttunum fengu hótanir í líkingu við þær sem hann fékk.


Tengdar fréttir

George Zimmerman sýknaður

George Zimmerman, sem var sakaður um að hafa myrt Travon Martin, var í gær sýknaður af öllum ákæruliðum.

Zimmerman ákærður fyrir morð

George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.