Innlent

Herþotur bannaðar á flugsýningu vegna samnings um engin hernaðarumsvif

Birgir Olgeirsson skrifar
Borgarstjóri var afdráttarlaus í fyrra þegar kanadísk herþota sýndi listir sínar.
Borgarstjóri var afdráttarlaus í fyrra þegar kanadísk herþota sýndi listir sínar. Vísir/Sigurjón

Tveimur ítölskum herþotum var meinað frá því að taka þátt í Flugsýningunni í Reykjavík í dag. Var það gert vegna samningar á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013. Í þeim samningi er ákvæði um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er.

Greint var frá því í Facebook-hópnum Fróðleiksmolar um flug að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði bannað flug þessara herþota í tengslum við flugsýninguna í Reykjavíkurborg.

Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi borgarinnar segir í samtali við Vísi að herþoturnar hafi væntanlega ekki verið með á sýningunni í dag vegna þessa ákvæðis í samningnum.

Dagur var afdráttarlaus í fyrra  þegar kanadísk F-18 herþota sýndi listar sínar og flaug lágflugi yfir borgina sem olli mikilli hávaðamengun. Sagði hann það skýrt brot á ákvæðum samningsins um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri.

Bjarni segir í samtali við Vísi að auk þess að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er þá hafi verið mikill ófriður af flug kanadísku herþotunnar í fyrra og margir ósáttir við það, líkt og Vísir greindi frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.