Borgarstjóri furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 16:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Skjáskot Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag og telur að það sé án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Kanadísk F-18 herþota tók á loft á flugvellinum í dag í tilefni Flugdagsins. Flugdagurinn var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag en þetta er í tólfta skipti sem dagurinn er haldinn. Eitt aðalatriði Flugdagsins var sýning kanadískrar F-18 herþotu en þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem að þota af þessari gerð tekur þátt. Dagur segist í færslu á Facebook síðu sinni ekki kannast við að gefið hafi verið leyfi fyrir lágflugi herflugavélar yfir miðborginni í dag. „Ég hef verið spurður hvort leyfi hafi verið gefið fyrir lágflugi herflugvélar yfir miðborginni í dag ég kannast ekki við það. Það hefur verið deilt um flest á Reykjavíkurflugvelli nema það að herflugvélar eiga þar ekki heima nema sem þátttakendur í björgunartengdum verkefnum eða öðrum sérstökum ástæðum. Herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli eru þvert á móti skýrt brot á samningi ríkis og Reykjavíkurborgar frá 2013 sem tilgreinir einmitt þetta.“ Segir hann málið þarfnast nánari skýringa. „Ítrekað lágflug svo hávaðasamra véla einsog átti sér stað í dag yfir íbúðabyggð og friðlandi fugla á viðkvæmasta varptíma er jafnframt fáránlegt og án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Borgaryfirvöld hafa aldrei gert athugasemdir við að haldnir séu fjölskyldudagur flugsins á vellinum. Og skrautflug farþegavéla flugfélaga í tilefni afmælis getur alveg átt við og verið skemmtileg - enda eðli málsins samkvæmt sérstök undantekningartilvik. Gríðarlega hávaðasamar herflugvélar í lágflugi eru annað mál. Þetta mál þarfnast skýringa.“ Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag og telur að það sé án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Kanadísk F-18 herþota tók á loft á flugvellinum í dag í tilefni Flugdagsins. Flugdagurinn var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag en þetta er í tólfta skipti sem dagurinn er haldinn. Eitt aðalatriði Flugdagsins var sýning kanadískrar F-18 herþotu en þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem að þota af þessari gerð tekur þátt. Dagur segist í færslu á Facebook síðu sinni ekki kannast við að gefið hafi verið leyfi fyrir lágflugi herflugavélar yfir miðborginni í dag. „Ég hef verið spurður hvort leyfi hafi verið gefið fyrir lágflugi herflugvélar yfir miðborginni í dag ég kannast ekki við það. Það hefur verið deilt um flest á Reykjavíkurflugvelli nema það að herflugvélar eiga þar ekki heima nema sem þátttakendur í björgunartengdum verkefnum eða öðrum sérstökum ástæðum. Herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli eru þvert á móti skýrt brot á samningi ríkis og Reykjavíkurborgar frá 2013 sem tilgreinir einmitt þetta.“ Segir hann málið þarfnast nánari skýringa. „Ítrekað lágflug svo hávaðasamra véla einsog átti sér stað í dag yfir íbúðabyggð og friðlandi fugla á viðkvæmasta varptíma er jafnframt fáránlegt og án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Borgaryfirvöld hafa aldrei gert athugasemdir við að haldnir séu fjölskyldudagur flugsins á vellinum. Og skrautflug farþegavéla flugfélaga í tilefni afmælis getur alveg átt við og verið skemmtileg - enda eðli málsins samkvæmt sérstök undantekningartilvik. Gríðarlega hávaðasamar herflugvélar í lágflugi eru annað mál. Þetta mál þarfnast skýringa.“
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira