Borgarstjóri furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 16:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Skjáskot Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag og telur að það sé án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Kanadísk F-18 herþota tók á loft á flugvellinum í dag í tilefni Flugdagsins. Flugdagurinn var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag en þetta er í tólfta skipti sem dagurinn er haldinn. Eitt aðalatriði Flugdagsins var sýning kanadískrar F-18 herþotu en þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem að þota af þessari gerð tekur þátt. Dagur segist í færslu á Facebook síðu sinni ekki kannast við að gefið hafi verið leyfi fyrir lágflugi herflugavélar yfir miðborginni í dag. „Ég hef verið spurður hvort leyfi hafi verið gefið fyrir lágflugi herflugvélar yfir miðborginni í dag ég kannast ekki við það. Það hefur verið deilt um flest á Reykjavíkurflugvelli nema það að herflugvélar eiga þar ekki heima nema sem þátttakendur í björgunartengdum verkefnum eða öðrum sérstökum ástæðum. Herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli eru þvert á móti skýrt brot á samningi ríkis og Reykjavíkurborgar frá 2013 sem tilgreinir einmitt þetta.“ Segir hann málið þarfnast nánari skýringa. „Ítrekað lágflug svo hávaðasamra véla einsog átti sér stað í dag yfir íbúðabyggð og friðlandi fugla á viðkvæmasta varptíma er jafnframt fáránlegt og án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Borgaryfirvöld hafa aldrei gert athugasemdir við að haldnir séu fjölskyldudagur flugsins á vellinum. Og skrautflug farþegavéla flugfélaga í tilefni afmælis getur alveg átt við og verið skemmtileg - enda eðli málsins samkvæmt sérstök undantekningartilvik. Gríðarlega hávaðasamar herflugvélar í lágflugi eru annað mál. Þetta mál þarfnast skýringa.“ Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag og telur að það sé án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Kanadísk F-18 herþota tók á loft á flugvellinum í dag í tilefni Flugdagsins. Flugdagurinn var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag en þetta er í tólfta skipti sem dagurinn er haldinn. Eitt aðalatriði Flugdagsins var sýning kanadískrar F-18 herþotu en þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem að þota af þessari gerð tekur þátt. Dagur segist í færslu á Facebook síðu sinni ekki kannast við að gefið hafi verið leyfi fyrir lágflugi herflugavélar yfir miðborginni í dag. „Ég hef verið spurður hvort leyfi hafi verið gefið fyrir lágflugi herflugvélar yfir miðborginni í dag ég kannast ekki við það. Það hefur verið deilt um flest á Reykjavíkurflugvelli nema það að herflugvélar eiga þar ekki heima nema sem þátttakendur í björgunartengdum verkefnum eða öðrum sérstökum ástæðum. Herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli eru þvert á móti skýrt brot á samningi ríkis og Reykjavíkurborgar frá 2013 sem tilgreinir einmitt þetta.“ Segir hann málið þarfnast nánari skýringa. „Ítrekað lágflug svo hávaðasamra véla einsog átti sér stað í dag yfir íbúðabyggð og friðlandi fugla á viðkvæmasta varptíma er jafnframt fáránlegt og án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Borgaryfirvöld hafa aldrei gert athugasemdir við að haldnir séu fjölskyldudagur flugsins á vellinum. Og skrautflug farþegavéla flugfélaga í tilefni afmælis getur alveg átt við og verið skemmtileg - enda eðli málsins samkvæmt sérstök undantekningartilvik. Gríðarlega hávaðasamar herflugvélar í lágflugi eru annað mál. Þetta mál þarfnast skýringa.“
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira