Óttast um almenna borgara í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 20:57 Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Vísir/AP Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás. Sýrland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás.
Sýrland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira