Enski boltinn

Martial boðinn nýr samningur hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martial kom til United frá Mónakó árið 2015
Martial kom til United frá Mónakó árið 2015 Vísir/Getty
Manchester United á í samningaviðræðum við Anthony Martial um að framlengja samning hans við félagið. Martial var mikið orðaður við brottför frá United í sumar. BBC greinir frá.

Martial og knattspyrnustjóranum Jose Mourinho virðist ekki koma neitt sérstaklega vel saman. Frakkinn er að minnsta kosti aftarlega í goggunarröðinni hjá Mourinho og hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliði United eftir að Portúgalinn tók við liðinu.

Það er eitt ár eftir af samningi Martial við United. Samkvæmt frétt BBC vill United að framherjinn skrifi undir nýjan fimm ára samning.

Framkvæmdarstjóri United, Ed Woodward, kom í veg fyrir að Martial yrði seldur í sumar því hann telur að Mourinho eigi að geta náð meiru út úr leikmanninum.

Martial var í byrjunarliði United gegn Brighton, í leik sem liðið tapaði 3-2 og hann var tekinn af velli eftir klukkutíma. Hann var ekki í leikmannahóp liðsins gegn Tottenham á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×