Óttast um almenna borgara í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 20:57 Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Vísir/AP Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás. Sýrland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás.
Sýrland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira