Vín kneyfað og veipað í unglingaþætti RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Vín og veip á RÚV. Dagskrárstjóri segir þetta hafa verið mistök. Skjáskot/RÚV.is „Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
„Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira