Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Donald F. McGahn hefur verið í lögfræðingateymi forsetans í nokkur ár. Hér er hann á leið á fund í Trump Tower eftir kosningarnar 2016. Nordicphots/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira