Það tók Everton heilt ár og fjóra stjóra að fatta það sem allir vita um Gylfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2018 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson er að spila vel fyrir Everton. vísir/getty Chris Beesley, blaðamaður á Liverpool Echo, skrifaði lofgrein um Gylfa Þór Sigurðsson eftir frammistöðu hans í sigurleik Everton á móti Southampton um helgina. Greinin bar heitið „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ en íslenski landsliðsmaðurinn fær nú að spila í sinni stöðu fyrir aftan framherjann Cenk Tosun, í hinni svokölluðu „tíu“. Það eru svo sem engar fréttir fyrir Íslendinga að Gylfi sé að spila best í þessari stöðu enda vita allir hér á landi að þarna vill hann spila. Það vita líka stuðningsmenn Swansea sem sáu Gylfa blómstra hjá liðinu í þessari stöðu og halda því uppi í úrvalsdeildinni einn síns liðs tvö ár í röð. Þessi seinagangur Everton að átta sig á því hvar Gylfi vill spila og hvar hann spilar best er einmitt umfjöllunarefni í grein velska blaðamannsins Matthew Davis á Wales Online. Þar gerir hann létt grín að kollega sínum og í raun Everton.„Það er búið að taka Everton tólf mánuði og fjóra knattspyrnustjóra til að átta sig á því að Sigurðsson er hinn hefðbundni leikstjórnandi sem spilar best í þessu hlutverki. Ekki sem framherji, ekki úti á kanti, ekki sem fölsk nía. Nei. Hann er bestur sem tía. Hvernig gátu menn verið svona lengi að fatta þetta?“ skrifar Davis. Hann segir að sumarkaup Ronalds Koeman í fyrra hafi verið stórskrítin þar sem að hann keypti Gylfa, Wayne Rooney og Hollendinginn Davy Klaassen sem allir spila best rétt fyrir aftan framherjann. „Þetta var fáránlegt,“ skrifar Davis. Eftir að Koeman var rekinn lét bráðabirgðastjórinn David Unsworth hann líka spila úti á kanti og það sama gerði Sam Allardyce í mörgum leikjum. „Sigurðsson fæddist með náðargáfu fyrir að sjá og skilja leikinn, hann er ekki hraður. Hann notar hraða annarra til að gera það sem að hann getur ekki. Það er þessi hæfileiki hans til að vera fljótari en aðrir að hugsa sem gerir hann svo einstakan,“ segir Matthew Davis. Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi stýrir umferðinni Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð. 20. ágúst 2018 07:00 „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ Svona hefst grein Chris Beesley sem fjallar um okkar mann, Gylfa Sigurðsson. 19. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Chris Beesley, blaðamaður á Liverpool Echo, skrifaði lofgrein um Gylfa Þór Sigurðsson eftir frammistöðu hans í sigurleik Everton á móti Southampton um helgina. Greinin bar heitið „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ en íslenski landsliðsmaðurinn fær nú að spila í sinni stöðu fyrir aftan framherjann Cenk Tosun, í hinni svokölluðu „tíu“. Það eru svo sem engar fréttir fyrir Íslendinga að Gylfi sé að spila best í þessari stöðu enda vita allir hér á landi að þarna vill hann spila. Það vita líka stuðningsmenn Swansea sem sáu Gylfa blómstra hjá liðinu í þessari stöðu og halda því uppi í úrvalsdeildinni einn síns liðs tvö ár í röð. Þessi seinagangur Everton að átta sig á því hvar Gylfi vill spila og hvar hann spilar best er einmitt umfjöllunarefni í grein velska blaðamannsins Matthew Davis á Wales Online. Þar gerir hann létt grín að kollega sínum og í raun Everton.„Það er búið að taka Everton tólf mánuði og fjóra knattspyrnustjóra til að átta sig á því að Sigurðsson er hinn hefðbundni leikstjórnandi sem spilar best í þessu hlutverki. Ekki sem framherji, ekki úti á kanti, ekki sem fölsk nía. Nei. Hann er bestur sem tía. Hvernig gátu menn verið svona lengi að fatta þetta?“ skrifar Davis. Hann segir að sumarkaup Ronalds Koeman í fyrra hafi verið stórskrítin þar sem að hann keypti Gylfa, Wayne Rooney og Hollendinginn Davy Klaassen sem allir spila best rétt fyrir aftan framherjann. „Þetta var fáránlegt,“ skrifar Davis. Eftir að Koeman var rekinn lét bráðabirgðastjórinn David Unsworth hann líka spila úti á kanti og það sama gerði Sam Allardyce í mörgum leikjum. „Sigurðsson fæddist með náðargáfu fyrir að sjá og skilja leikinn, hann er ekki hraður. Hann notar hraða annarra til að gera það sem að hann getur ekki. Það er þessi hæfileiki hans til að vera fljótari en aðrir að hugsa sem gerir hann svo einstakan,“ segir Matthew Davis.
Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi stýrir umferðinni Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð. 20. ágúst 2018 07:00 „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ Svona hefst grein Chris Beesley sem fjallar um okkar mann, Gylfa Sigurðsson. 19. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Messan: Gylfi stýrir umferðinni Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð. 20. ágúst 2018 07:00
„Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ Svona hefst grein Chris Beesley sem fjallar um okkar mann, Gylfa Sigurðsson. 19. ágúst 2018 22:45