Enski boltinn

Stuðningsmenn Reading ánægðir með Jón Daða: „Fyrirgefðu að ég efaðist um þig“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði er að gera það gott hjá Reading.
Jón Daði er að gera það gott hjá Reading. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson hefur verið iðinn við kolann á tímabilinu fyrir Reading en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Blackburn í kvöld.

Reading hefur gengið illa á tímabilinu og er einungis með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina. Eini ljósi punkturinn virðist þó vera Jón Daði.

Það eru einnig frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið að Jón Daði sé heitur og annar framherji, Björn Bergmann Sigurðarson, er einnig að skora í Rússlandi.

Þeir verða væntanlega í fyrsta landsliðshóp Erik Hamren, nýráðins landsliðsþjálfara, en hann verður tilkynntur á föstudaginn.

Margir stuðningsmenn Reading lofuðu Jón Daða á Twitter í kvöld og hér að neðan má sjá brot af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×