Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 21:24 Trump er afar ósáttur með meðferðina sem Paul Manafort hefur fengið. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30