Erlent

Sent 63.000 hermenn til Sýrlands

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Rússneskt eldflaugakerfi á hersýningu í bænum Súkovskíj.
Rússneskt eldflaugakerfi á hersýningu í bænum Súkovskíj. Vísir/EPA

Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði frá því í gær að alls hafi 63.000 rússneskir hermenn öðlast reynslu af átökum í Sýrlandi frá því í september 2015. Aukinheldur hafi Rússar gert 39.000 loftárásir úr varnarstöðu, skotið á 121.466 skotmörk og drepið 86.000 vígamenn, að því er ráðuneytið hélt fram.

Ráðuneytið segir Rússa hafa prófað 231 nýtt vopn í Sýrlandi.

Ekki var minnst á mannfall almennra borgara sem bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights halda fram að nemi nærri átta þúsund. Yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að loftárásir þeirra beinist eingöngu gegn hryðjuverkamönnum en aðgerðasinnar á svæðinu segja almenna borgara oftast verða fyrir skothríðinni.

Stríðsglæparannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa einnig bent á að loftárásir Rússa og bandamanna þeirra hafi ítrekað hæft sjúkrahús, skóla og markaði. Slíkir staðir njóta sérstakrar verndar undir alþjóðalögum.


Tengdar fréttir

Mennirnir sem enginn vill fá heim

Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.