Rússar leita samstarfs við Bandaríkjastjórn um endurreisn Sýrlands Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 20:37 Rússar segja að Sýrlandsstjórn hafi ekki næga sjóði, tæki og eldsneyti til að byggja upp landið aftur og taka við fólki sem hefur flúið land vegna stríðsins. Vísir/EPA Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Sýrland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Sýrland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira