Skilur ekki alla þessa gagnrýni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 10:30 Henrikh Mkhitaryan fagnar marki með þeim Hector Belleirn og Alex Iwobi. Vísir/Getty Arsenal er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en þetta voru leikir sem voru jafnframt fyrstu tveir deildarleikirnir síðan að Arsene Wenger hætti eftir rúmlega tveggja áratuga starf. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1992 sem Arsenal tapar tveimur fyrstu leikjum sínum en mótherjarnir voru engu að síður öflug lið Manchester City og Chelsea. Arsenal leikmaðurinn Henrikh Mkhitaryan klórar sér í höfðinu yfir allri gagrýninni sem liðið og nýi stjórinn Unai Emery hafa þurft að þola strax í upphafi tímabilsins. „Ég er minn aðalgagnrýnandi þegar kemur að mínum fótbolta og ég þarf enga auka gagnrýni,“ sagði hinn 29 ára gamli Henrikh Mkhitaryan við BBC Football Focus. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hvað ég er að gefa liðinu og hvað það er að gefa mér,“ sagði Mkhitaryan.Midfielder Henrikh Mkhitaryan tells Football Focus he is not paying "too much attention" to Arsenal's critics. pic.twitter.com/CRC9EKxUlj — BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2018Henrikh Mkhitaryan skoraði bæði og lagði upp mark í 2-3 tapinu á móti Chelsea í síðustu helgi en þar vann Arsenal upp tveggja marka forystu áður en Chelsea tryggði sér sigurinn í seinni hálfleik. Hinn 46 ára gamli Unai Emery tók við af Arsene Wenger í sumar en á síðasta tímabili stýrði hann franska stórliðinu Paris Saint Germain. „Við vorum að fá nýjan knattspyrnustjóra og erum að reyna aðlagast hans fótboltasýn og hans kröfum. Auðvitað hefur þetta verið erfið byrjun en við vorum að mæta tveimur mjög góðum liðum í Manchester City og Chelsea. Það eru samt engir léttir mótherjar í þessari deild,“ sagði Mkhitaryan „Við töpuðum fyrsta leik og svo öðrum leiknum líka. Svona er fótboltinn. Við verðum að vera áfram jákvæðir og halda áfram okkar góðri vinnu. Þá munu góðu úrslitin detta inn,“ sagði Mkhitaryan „Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Við erum ekki að hugsa eins og eitthvað hafi farið úrskeiðis því við erum að fara í rétta átt þrátt fyrir þessa tvo tapleiki,“ sagði Mkhitaryan. „Ég skil bara ekki af hverju fólk er að gagnrýna okkar svona mikið. Ég er samt ekki að fylgjast með því enda veit ég hvenær ég hef spilað vel og hvenær ég hef spilað illa,“ sagði Mkhitaryan en það má finna allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Arsenal er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en þetta voru leikir sem voru jafnframt fyrstu tveir deildarleikirnir síðan að Arsene Wenger hætti eftir rúmlega tveggja áratuga starf. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1992 sem Arsenal tapar tveimur fyrstu leikjum sínum en mótherjarnir voru engu að síður öflug lið Manchester City og Chelsea. Arsenal leikmaðurinn Henrikh Mkhitaryan klórar sér í höfðinu yfir allri gagrýninni sem liðið og nýi stjórinn Unai Emery hafa þurft að þola strax í upphafi tímabilsins. „Ég er minn aðalgagnrýnandi þegar kemur að mínum fótbolta og ég þarf enga auka gagnrýni,“ sagði hinn 29 ára gamli Henrikh Mkhitaryan við BBC Football Focus. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hvað ég er að gefa liðinu og hvað það er að gefa mér,“ sagði Mkhitaryan.Midfielder Henrikh Mkhitaryan tells Football Focus he is not paying "too much attention" to Arsenal's critics. pic.twitter.com/CRC9EKxUlj — BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2018Henrikh Mkhitaryan skoraði bæði og lagði upp mark í 2-3 tapinu á móti Chelsea í síðustu helgi en þar vann Arsenal upp tveggja marka forystu áður en Chelsea tryggði sér sigurinn í seinni hálfleik. Hinn 46 ára gamli Unai Emery tók við af Arsene Wenger í sumar en á síðasta tímabili stýrði hann franska stórliðinu Paris Saint Germain. „Við vorum að fá nýjan knattspyrnustjóra og erum að reyna aðlagast hans fótboltasýn og hans kröfum. Auðvitað hefur þetta verið erfið byrjun en við vorum að mæta tveimur mjög góðum liðum í Manchester City og Chelsea. Það eru samt engir léttir mótherjar í þessari deild,“ sagði Mkhitaryan „Við töpuðum fyrsta leik og svo öðrum leiknum líka. Svona er fótboltinn. Við verðum að vera áfram jákvæðir og halda áfram okkar góðri vinnu. Þá munu góðu úrslitin detta inn,“ sagði Mkhitaryan „Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Við erum ekki að hugsa eins og eitthvað hafi farið úrskeiðis því við erum að fara í rétta átt þrátt fyrir þessa tvo tapleiki,“ sagði Mkhitaryan. „Ég skil bara ekki af hverju fólk er að gagnrýna okkar svona mikið. Ég er samt ekki að fylgjast með því enda veit ég hvenær ég hef spilað vel og hvenær ég hef spilað illa,“ sagði Mkhitaryan en það má finna allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira