Enski boltinn

Besiktas tilkynnti Karius á Twitter en tók það svo út

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karius er á leið til Tyrklands.
Karius er á leið til Tyrklands. vísir/getty
Tyrkneska félagið Besiktas virðist hafa hlaupið aðeins á sig með að kynna Loris Karius sem sinn nýjasta markvörð.

Þýski markvörðurinn hefur verið orðaður burt frá Anfield en næsti áfangastaður virðist vera Tyrkland og Besiktas.

Fjölmiðlateymi Besiktas skipti um bakgrunns-mynd á Twitter-síðu félagsins þar sem var mynd af Karius í búningi Besiktas og hann boðinn velkominn.

Besiktas er á höttunum eftir markverði eftir að liðið seldi Fabri til Fulham í sumar og heimildir Sky Sports segja að Karius verði lánaður til Tyrklands.

Karius spilaði 33 leiki fyrir Liverpool á síðustu leiktíð en er orðinn varamarkvörður eftir að liðið keypti Alisson í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×