Erlent

Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco

Andri Eysteinsson skrifar
Franco hefur hvílt hér, í El Valle de los Caidos. (Dal hinna föllnu)
Franco hefur hvílt hér, í El Valle de los Caidos. (Dal hinna föllnu)
Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco, CNN greinir frá.

Jarðneskar leifar Franco hafa legið í grafreit í Madrid. Grafreiturinn er við minnismerki um þá sem féllu í spænska borgarastyrjöldinni og hefur það verið milli tannana á mörgum Spánverjum í langan tíma.

Varaforsætisráðherrann Carmen Calvo greindi frá þessu á blaðamannafundi í höfuðborginni á föstudag. Að gröf Francos sé þar er virðingarleysi gagnvart fórnarlömbum hans sem liggja honum við hlið.

Í kjölfar þessarar ákvörðunar ríkisstjórnar Sanchez hafa afkomendur Franco, sem lést árið 1975, 15 daga frá ágústlokum til að stinga upp á nýjum greftrunarstað fyrir lík harðstjórans, geri þau það ekki ákvarðar spænska ríkið stað hinstu hvílu.

Í spænskum lögum er gert ráð fyrir að lík Franco sé í eigu skyldmenna hans, þau hafa þó ekki veitt ríkisstjórninni heimild fyrir uppgreftrinum og flutningi líksins. Nýi úrskurðurinn tekur þó fram fyrir hendurnar á þeim og veitir ríkisstjórninni réttinn til að grafa Franco upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×