Enski boltinn

Trippier: Walker er besti bakvörður í heiminum

Dagur Lárusson skrifar
Trippier og Walker.
Trippier og Walker. vísir/getty
Kieran Trippier, leikmaður Tottenham, segir að Kyle Walker sé besti bakvörður í heiminum í dag.

 

Trippier og Walker spiluðu saman hjá Tottenham áður en Walker gekk til liðs við City en oft þurfti Trippier að sætta sig við bekkjarsetu á þeim tíma.

 

„Á þessum tímapunkti þá verð ég að segja að Walker er besti bakvörður í heiminum í dag,“ sagði Trippier.

 

„Þegar ég var að spila með honum á HM í sumar þá tók ég eftir því hversu fljótur og sterkur hann er. Hann er alltaf öruggur, með og án bolta.“

 

„Hann er með allt sem bakvörður þarf að hafa, og hann er alltaf að verða betri, þannig fyrir mér er hann besti bakvörður í heiminum.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×