Enski boltinn

Arnór setti þrettán mörk í fyrsta leik vetrarins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Þór Gunnarsson var magnaður í dag
Arnór Þór Gunnarsson var magnaður í dag vísir/ernir

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram þar sem frá var horfið á síðasta tímabili og raðar inn mörkum fyrir Bergischer. Nýliðarnir sigruðu Eulen Ludwigshafen í fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Þór var einn besti maður þýsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili og átti stóran hlut í því að koma Bergischer upp í efstu deild. Hann byrjaði af miklum krafti í dag og skoraði lítil 13 mörk.

Íslenski landsliðsmaðurinn var langmarkahæstur í 27-23 sigri Bergischer á Eulen Ludwigshafen, næst markahæsti maður vallarins var Maciej Majdzinski sem gerði 6 mörk fyrir Bergischer.

Gestirnir í Eulen Ludwigshafen voru einu marki yfir í hálfleik, 11-12. Leikurinn var mjög jafn en heimamenn komust yfir snemma í seinni hálfleik og fóru þá hægt og rólega að síga fram úr. Að lokum fór Bergischer með fjögurra marka sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.