Fótbolti

„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er gaman í stúkunni á landsleik. Bæði hjá strákunum og stelpunum (þessi mynd).
Það er gaman í stúkunni á landsleik. Bæði hjá strákunum og stelpunum (þessi mynd). Vísir/Getty
Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur.

Það er ekki bara draumur stelpnanna að fylla Laugardalsvöllinn í fyrsta sinn heldur draumur allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna.

Vanda tjáði sig á Twitter um færslu Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, sem Guðni setti inn eftir að sex þúsund miðar höfðu selst á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019.

Guðni skrifaði: „Eigum við ekki að láta drauminn rætast hjá stelpunum og fylla Laugardalsvöllinn á móti þýskalandi 1.sept. 6.000 miðar þegar farnir!,“ skrifaði Guðni og Vanda svaraði:

„Svo er þetta ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra. Okkar sem spiluðum landsleiki fyrir framan 300 áhorfendur. Okkar sem spiluðum enga landsleiki árum saman því það var lagt niður. Koma svo - allir á völlinn!,“ skrifaði Vanda.

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur unnið fjölda Íslandsmeistaratitla bæði sem leikmaður og þjálfari og átti landsleikjametið í mörg ár. Hún lék 37 af 45 fyrstu landsleikjum Íslands á árunum 1985 til 1996.

Vanda spilaði sinn síðasta landsleik á Laugardalsvellinum 18. september 1996 og hann var einmitt á móti Þýskalandi. 200 manns mættu á leikinn samkvæmt skráningu hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Vanda var á þessum tíma fyrirliði A-landsliðsins á sama tíma og hún var spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistari Breiðabliks. Hún tók í framhaldinu við sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.