Innlent

Loka þurfti Hvalfjarðargöngum vegna reykspúandi vörubíls

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér má sjá myndir sem náðust af vörubílnum og hvernig aðstæður voru inni í göngunum.
Hér má sjá myndir sem náðust af vörubílnum og hvernig aðstæður voru inni í göngunum. Gosi Ragnarsson
Loka þurfti Hvalfjarðargöngunum í nokkrar mínútur um hálf tvö leytið í dag vegna mikils reyks sem barst frá vörubíl sem fór þar í gegn. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöng, var engum hleypt inn í göngin í um sjö til átta mínútur á meðan verið var að blása reyknum út.

Þeir sem voru þegar inni í göngunum fengu að fara út úr þeim en vel gekk að reykræsta göngin.

Ekki er vitað hvað olli því að svo mikinn reyk lagði frá vörubílnum, mögulega hefur hann brætt úr sér eða þá einhver bilun orðið þess valdandi.

Engin slys urðu á fólki á meðan þetta stóð yfir.

Á meðfylgjandi myndböndum má sjá vörubílinn aka hjá og hvernig aðstæður voru inni í göngunum. 

-

Facebook-færsluna með myndböndunum má sjá hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×