Lífið

Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig: „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brandon Johnson er ekki vinsæll í Bandaríkjunum og víða um heim.
Brandon Johnson er ekki vinsæll í Bandaríkjunum og víða um heim. vísir/TMZ
Söngkonan Demi Lovato er komin í meðferð en hún var flutt með hraði á spítala undir lok síðasta mánaðar vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Síðan kom í ljós að hún hafi tekið inn mjög sterk lyfseðilskyld lyf.

Sjúkraflutningamenn komu að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu en TMZ greinir frá því að hún hafi verið í mikilli lífshættu.

Miðillinn TMZ fékk viðtal við Brandon Johnson sem er maðurinn sem hefur síðustu vikur skaffað Lovato fíkniefni.

„Við vorum bara vinir. Þetta var vinátta sem þróaðist út í kynferðislegt samband,“ segir Johnson í myndbandsviðtali sem TMZ náði við manninn.

Kvöldið örlagaríki sendi Lovato Johnson sms og bað hann um að koma í heimsókn.

„Hún bað mig um að kíkja yfir og hanga með sér. Við slökuðum á saman um nóttina og horfðum á okkar hefðbundnu lögregluþætti, eins og við gerum svo oft. Vinnudagurinn hjá henni er oft rosalega langur og langaði henni að fá eitthvað til að hjálpa henni til að slaka á. Hún vissi alveg hvað hún var að taka inn og að fólk sé að halda öðru fram er fáránlegt.“

Johnson segist hafa sagt við Lovato að töflurnar væru mun sterkari en það sem hún væri vön að taka.

„Mér þykir mjög vænt um hana og myndi aldrei reyna að blekkja hana á neinn hátt. Ég er ekki alveg viss hvernig hún blandaði lyfjunum saman og meðan ég var í kringum hana var allt í góðu lagi. Hún var bara sofandi þegar ég yfirgaf húsið.“  


Tengdar fréttir

Demi Lovato útskrifuð af sjúkrahúsi

Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur yfirgefið Cedars-Sinai sjúkrahúsið, hvar hún hefur dvalið síðastliðnar vikur eftir að hafa verið lögð þar inn vegna ofneyslu fíkniefna.

Demi Lovato enn þungt haldin

Lovato var flutt með hraði á sjúkrahús á þriðjudag í liðinni viku og var sögð hafa verið í mikilli lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×