Lífið

Demi Lovato enn þungt haldin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur talað opinskátt um fíkn sína og geðsjúkdóma í gegnum tíðina.
Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur talað opinskátt um fíkn sína og geðsjúkdóma í gegnum tíðina. Vísir/getty
Bandaríska söngkonan Demi Lovato er enn sögð liggja þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að hafa neytt ofskammts af heróíni í síðustu viku. Þá sé enn nokkuð langt í að hún fari í meðferð sökum heilsu sinnar.

Lovato var flutt með hraði á sjúkrahús á þriðjudag í liðinni viku og var sögð hafa verið í mikilli lífshættu.

Samkvæmt heimildarmönnum TMZ er Lovato enn mjög veik og glímir m.a. við gríðarlega ógleði og háan hita. Þá segja sömu heimildarmenn að ekki sé vitað hvenær Lovato verði útskrifuð af sjúkrahúsi og að ekki hafi enn verið lagt til við hana að fara í meðferð.

Lovato hefur rætt opinskátt um glímu sína við eiturlyfjafíkn í gegnum árin. Hún fór enn fremur í meðferð árið 2010.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×