Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2018 17:00 Þrír skýstrókar fóru yfir við bæinn Norðurhjáleigu á föstudag. Brak fauk fleiri hundruð metra. Sæunn Káradóttir Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún. Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún.
Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36