Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 23:36 Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Sæunn Káradóttir Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent