Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 23:36 Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Sæunn Káradóttir Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira