Erlent

Unglingur talinn hafa myrt heimilislausan mann í Svíþjóð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn fannst látinn í almenningsgarði í Huskvarna.
Maðurinn fannst látinn í almenningsgarði í Huskvarna. Rebecka Montelius

Lögreglan í Svíþjóð hefur handtekið unglingspilt fyrir að hafa orðið heimilislausum manni að bana í borginni Jönköping í Suður-Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku lögregunni.

Hinn látni, 48 ára gamall Rúmeni, fannst látinn þann 8. ágúst í almenningsgarði í Huskvarna. Myndskeið þar sem unglingar sjást ganga í skrokk á manninnum hefur fengið mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í Svíþjóð og var einn þeirra handtekinn og tveir aðrir yfirheyrðir. Þeir eru báðir undir 15 ára aldri.

Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar í Svíþjóð er rannsókn málsins enn á frumstigi. Málið sé rannsakað sem morð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.